sýna/fela

Fjallgöngur og markmið

Það er góð ástæða fyrir því að margir setja sér
það markmið að ganga á hin og þessi fjöll. Það er varla
hægt að finna skýrara dæmi um að vera búin að ná
markmiði sínu eins og þegar komið er á tindinn, eða
upp að vörðunni eða steininum.

Sjáið tindinn, þarna fór ég.

Settu þér
SKYR markmið

Markmiðasetning er hluti af því að stunda heilbrigðan lífsstíl. Skyr markmið eru hvatning sem hjálpa þér að ná árangri.

Nýleg rannsókn sýnir að markmiðasetning hjá íþróttafólki leiðir í 78% tilvika til betri frammistöðu.

Rannsókn á árangri
af markmiðasetningu*

Hlutfall af markmiðum sem náðust.
Hópur 1
Hugsuðu um markmið 43%
Hópur 2
Skrifuðu markmið 61%
Hópur 3
Skrifuðu markmið og aðgerðaáætlun 51%
Hópur 4
Skrifuðu markmið og aðgerðaáætlun og sendu til stuðningsaðila 64%
Hópur 5
Skrifuðu markmið og aðgerðaáætlun og sendu til stuðningsaðila,
í framhaldi sendu þeir vikulega skýrslu um framvindu
76%

Hvað kemur Skyr.is
heilsumarkmiðum við?

Það er þrennt sem skiptir mestu máli þegar kemur
að heilsurækt:Næring, þjálfun og líkams- og
vöðvabygging
. Skyr.is er bragðgóð næring og ...

Próteinríkt
fyrir vöðvana

Kalkríkt fyrir
tennur og bein

Kolvetnalítið fyrir
þyngdarstjórnun

Hluti af leiðinni

Vörður hafa verið hlaðnar á Íslandi frá upphafi
byggðar til að vísa ferðafólki rétta leið og marka
áfanga. Enn kastar ferðafólk steini í vörður, en það
þykir heillamerki. Vörður eru hluti leiðarinnar
á sama hátt og Skyr.is er hluti af heilbrigðum lífsstíl.

Hvað er skráargatið?

Skráargatið er norræn merking fyrir matvöru
sem m.a. inniheldur minni fitu, salt og sykur og
er ætlað að hjálpa þér að velja holla matvöru.
Við erum stolt af því að Skyr.is drykkurinn
hefur fengið þessa merkingu, enda er hann
tilvalinn fyrir fólk á ferðinni sem vill byggja upp
hraustan líkama.

SKYR markmið

- fyrir árangursríka markmiðasetningu

Settu þér skemmtilegt heilsumarkmiðið sem er
einnig sértækt. Það þarf að vera skýrt afmarkað
svo þú vitir bæði hvernig og hvenær því er náð.

Markmiðið þarf að vera krefjandi, nást innan
ákveðinna tímamarka og vera mælanlegt, t.d. í
fjölda fjalla, æfinga eða öðru. Þá veistu hvað þarf
að gera og hve oft á afmörkuðu tímabili.

Gerðu markmiðið yfirstíganlegt t.d. með
aðgerðaáætlun svo þú vitir hvenær á að taka
hvert skref í átt að markmiðinu. Eftir það þarf
aðeins að hugsa um eitt skref í einu.

Einbeittu þér að einu eða tveimur raunhæfum
markmiðum í einu, ekki mörgum. Settu þér
markmið sem þú veist að þú ættir að geta
náð með því að leggja þig fram.

Sjónvarpsauglýsing

Hleð inn spilara...
Opna popup